Episodes

11 hours ago
11 hours ago
Þá er komið að lokaþættinum sem verður helgaður keppendum okkar. Því miður voru Kristjana og Daníel vant við látin en Jóhann & Askur og Ólafur & Guðrún mættu eldhress. Nú þegar keppni er lokið spyrjum við þau um reynslu þeirra úr þáttunum og lífið eftir keppnina. Takk kærlega fyrir áhorfið og hlustunina í þessari þáttaröð og við sjáumst í þeirri þriðju! Umsókn fyrir næstu seríu fer fram hér: https://stod2.is/vfm - Þetta gæti breytt lífi ykkar!

Thursday May 01, 2025
Thursday May 01, 2025
Við fengum til okkar hann Halldór Kristinsson sjóðsstjóra og forstöðumann hlutabréfa hjá Landsbréfum og fórum yfir víðan völl í fjárfestingum.

Monday Apr 14, 2025
Monday Apr 14, 2025
Það eru fáir eins fróðir um persónuleg fjármál og sjálfur Björn Berg sem mætti til okkar og úr varð tæpur klukkutími af umræðum um hin ýmsu málefni. Við ræddum allt frá framtíðarreikningum barna til lífeyrismála og því er þessi þáttur fyrir fólk á öllum aldri. Sannkölluð virðissprengja í þætti dagsins!
Þátturinn er í boði:Aukakrónur BónusAurbjörg Pálsson fasteignasala Hopp

Thursday Apr 10, 2025
Thursday Apr 10, 2025
Við fengum til okkar hana Katrínu Björk sem er minimalisti og sannkallaður sérsfræðingur þegar að kemur að matarinnkaupum. Hún heldur úti Youtube rás með 126.000 fylgjendum þar sem hún miðlar visku sinni í sparnaði en auk þess þá heldur hún úti "Meira með minna" á instagram og facebook. Við fórum yfir hvernig hægt er að besta matarinnkaup inn á heimilið, markmiðasetningu og margt fleira. Stórskemmtilegur þáttur og alveg hrikalega gagnlegur!
Þátturinn er í boði:Aukakrónur BónusAurbjörg Pálsson fasteignasala Hopp

Wednesday Apr 02, 2025
Wednesday Apr 02, 2025
Þessa vikuna fengum við til okkar hana Írisi Líf sem stefnir að því að verða fjárhagslega sjálfstæð fyrir þrítugt með FIRE aðferðafræðinni. Við spurðum hana spjörunum úr og úr varð magnað viðtal við unga konu á uppleið sem lætur fátt stoppa sig.
Þátturinn er í boði:Aukakrónur BónusAurbjörg Pálsson fasteignasala Inkasso

Wednesday Mar 26, 2025
Wednesday Mar 26, 2025
Við fengum til okkar Pál Pálsson fasteignasala og eiganda Pálsson fasteignasölu og fórum yfir góð og gagnleg ráð þegar kemur að kaupum og sölu á fasteignum. Stórskemmtilegt viðtal sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara!
Þátturinn er í boði:
Aukakrónur BónusAurbjörg Pálsson fasteignasala Inkasso

Thursday Mar 20, 2025
Thursday Mar 20, 2025
Í þessum fyrsta þætti af Viltu finna milljón hlaðvarpinu förum við yfir keppendur annarar seríu og skyggnumst bakvið tjöldin. Við fengum til okkar þau Venný og Hörð sem báru sigur úr bítum í fyrstu seríu þáttanna en þau eru á áhugaverðri vegferð og hafa ekkert gefið eftir síðan þau luku keppni. Eitthvað fyrir alla í þessum fyrsta þætti!
Þátturinn er í boði:Aukakrónur BónusAurbjörg Pálsson fasteignasala Inkasso